Erlent

Eigandi byggingarinnar í Dhaka gripinn

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Mohammed Sohel Rana var handtekinn við Indversku landamærin.
Mohammed Sohel Rana var handtekinn við Indversku landamærin.
Leit í rústum byggingarinnar sem hrundi í Bangladesh á miðvikudag stendur enn yfir en vonir um að þar finnist nokkur á lífi hafa dvínað mjög.

Stórvirkar vinnuvélar eru nú notaðar til að lyfta veggjum en 380 manns fórust þegar verksmiðja hrundi. En talið er að um þrjú þúsund hafi verið í byggingunni þegar hún gaf sig. Eigandinn heitir Mohammed Sohel Rana en hann var handtekinn við Indversku landamærin í gær og færður aftur til Dhaka. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að fylgja byggingarreglugerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×