Teitur: Góður tími fyrir Ísland að mæta Noregi Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 13. október 2013 20:52 Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira