Erlent

Breskur karlmaður handtekinn í máli Madeleine McCann

AFP/NordicPhotos
Samkvæmt grein breska dagblaðsins The Mirror hefur breskur maður verið handtekinn í tengslum við hvarf Madeleine McCann í Manchester, í Englandi. Lítið er vitað um manninn eða handtökuna á þessu stigi málsins, en samkvæmt heimildamanni Mirror bendir þetta til þess að Madeleine sé enn á lífi.

Lögreglan í Manchester handtók manninn á heimili sínu þar í borg og lagði hald á tölvubúnað sem sendur var til frekari rannsóknar.

Í frétt Mirror frá því í síðustu viku var sagt frá því að maður hefði montað sig af því að hafa séð Madeleine á eyju í Miðjarðarhafi og eru málin talin tengjast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×