Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 12:11 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27