Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 12:11 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27