Ronaldo kominn með sjö mörk í þremur Meistaradeildarleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:00 Mynd/AP Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár. Real Madrid er með fullt hús eftir þessa þrjá leiki og markatöluna 12-2. Juventus er nú sjö stigum á eftir spænska liðinu og missti líka tyrkneska liðið Galatasaray upp fyrir sig í 2. sæti riðilsins. Galatasaray er fimm stigum á eftir Real Madrid og tveimur stigum á undan Juve eftir 3-1 sigur á FCK Kaupmannahöfn. Það tók Cristiano Ronaldo ekki langan tíma að koma Real Madrid í 1-0 en hann stakk sér þá inn í teiginn og fékk sendingu frá Ángel di María á hárréttum tíma. Ronaldo lék laglega á Gianluigi Buffon í markinu og sendi boltann síðan í tómt markið. Spánverjinn Fernando Llorente, fyrrum leikmaður Athletic Bilbao, jafnaði metin á 22. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir þegar Iker Casillas varði skalla Paul Pogba úr þröngu færi. Ronaldo bætti við öðru marki á 28. mínútu þegar hann skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var á Giorgio Chiellini fyrir brot á Sergio Ramos. Ronaldo fiskaði síðan rautt spjald á Giorgio Chiellini á 48. mínútu og eftir það varð þetta mjög erfitt fyrir ítalska liðið. Real Madrid tókst þó ekki að nýta sér liðsmuninn í að skora fleiri mörk en fagnaði engu að síður góðum sigri og frábærri stöðu í riðlinum. Við rauða spjaldið datt leikurinn mikið niður en fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár. Real Madrid er með fullt hús eftir þessa þrjá leiki og markatöluna 12-2. Juventus er nú sjö stigum á eftir spænska liðinu og missti líka tyrkneska liðið Galatasaray upp fyrir sig í 2. sæti riðilsins. Galatasaray er fimm stigum á eftir Real Madrid og tveimur stigum á undan Juve eftir 3-1 sigur á FCK Kaupmannahöfn. Það tók Cristiano Ronaldo ekki langan tíma að koma Real Madrid í 1-0 en hann stakk sér þá inn í teiginn og fékk sendingu frá Ángel di María á hárréttum tíma. Ronaldo lék laglega á Gianluigi Buffon í markinu og sendi boltann síðan í tómt markið. Spánverjinn Fernando Llorente, fyrrum leikmaður Athletic Bilbao, jafnaði metin á 22. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir þegar Iker Casillas varði skalla Paul Pogba úr þröngu færi. Ronaldo bætti við öðru marki á 28. mínútu þegar hann skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var á Giorgio Chiellini fyrir brot á Sergio Ramos. Ronaldo fiskaði síðan rautt spjald á Giorgio Chiellini á 48. mínútu og eftir það varð þetta mjög erfitt fyrir ítalska liðið. Real Madrid tókst þó ekki að nýta sér liðsmuninn í að skora fleiri mörk en fagnaði engu að síður góðum sigri og frábærri stöðu í riðlinum. Við rauða spjaldið datt leikurinn mikið niður en fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira