Erlent

Myrti Sigrid til að leyna ráninu á henni

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lík Sigrid fannst mánuði eftir að henni var rænt.
Lík Sigrid fannst mánuði eftir að henni var rænt. AFP
38 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á 16 ára norskri stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetna, sem hvarf að kvöldi til í ágústbyrjun í fyrra þegar hún var á leið heim til sín í Østensjø í Ósló í Noregi. Lík hennar fannst tæpum mánuði síðar í skógi í nágrannasveitarfélaginu Oppegård. Tveir karlmenn, 38 ára og 65 ára, voru handteknir vegna málsins en sá eldri var látinn laus í nóvember. Hinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn.



Greint var frá því á blaðamannafundi í gær að hinn ákærði hefði ekið með Sigrid í bíl sínum að lagerbyggingu og komið henni fyrir í hjólhýsi sem var inni í byggingunni. Þar hafi hún margsinnis verið beitt ofbeldi. Morðið hafi verið framið til þess að leyna því að stúlkunni var rænt og haldið fanginni.



Ákæruvaldið telur sig hafa sannanir fyrir því að hinn ákærði hafi vafið rúmfatnaði og plasti utan um líkið áður en hann flutti það út í skóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×