Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Þorgils Jónsson skrifar 16. janúar 2013 07:00 Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins upp á síðkastið. Baráttan við lúsasmit er afar erfið, en hjúkrunarfræðingur hjá landlækni segir að samstillt átak foreldra þurfi til að vinna á óværunni. Nordicphotos/getty Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi." Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi."
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira