Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Man. City á leið til ÍBV

Benjani í leik með Man. City.
Benjani í leik með Man. City.
Fréttamiðillinn eyjar.net segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að ÍBV sé í samningaviðræðum við Benjani Mwaruwari fyrrum leikmann Man. City og Portsmouth.

Samkvæmt síðunni er Benjani á leið til landsins og mun spila með ÍBV gegn Víkingi Ólafsvík í Kórnum á föstudag. Benjani er orðinn 34 ára gamall.

Hann var síðast á mála hjá Portsmouth en hefur líka spilað með Sunderland, Auxerre og Grasshoppers.

Einnig hefur eyjar.net heimildir fyrir því að landsliðsmarkmaður Puerto Rico sé á leiðinni til ÍBV og mun hann verja mark ÍBV um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×