Þrettándi íslenski stórmeistarinn María LIlja Þrastardóttir skrifar 29. október 2013 20:00 Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira