Erlent

Myrkur í Venesúela

Lögreglumaður í Caracas reynir að stjórna umferðinni þar sem umferðarljósin hættu að virka.
Lögreglumaður í Caracas reynir að stjórna umferðinni þar sem umferðarljósin hættu að virka. Mynd/EPA
Víðtækt rafmagnsleysi er nú í Venesúela og virðist vandamálið ná yfir stóran hluta landsins, þar á meðal höfuðborgina Caracas. Neðanjarðarlestir í höfuðborginni stöðvuðust og þurfti að aðstoða fólk við að komast út úr háhýsum í borginni eftir að lyftur hættu að virka.

Forseti landsins, Nicolas Maduro, sagði í nótt á Twitter síðu sinni að bilunin hafi komið upp á sama stað í september þegar svipaður atburður átti sér stað. Forsetinn ýjar að því að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Venesúela býr yfir miklum olíuauðlindum en rafmagnið í landinu kemur þó að stærstum hluta frá vatnsaflsvirkjunum.

Rafmagninu sló út um klukkan átta að þarlendum tíma, eða um hálfeitt í nótt að íslenskum tíma, í þann mund sem forsetinn var að hefja ávarp til þjóðarinnar í Sjónvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×