Erlent

Herlið í sjónvarpshúsinu

Lögreglan í Kaíró við öllu búin.
Lögreglan í Kaíró við öllu búin. Mynd/AP
Herinn í Egyptalandi er hefur sent lið inn í byggingu ríkissjónvarpsins í Kaíró. Yfirmenn hersins hafa átt í viðræðum við stjórnarandstæðinga og trúarleiðtoga.

Að öllum líkindum er stutt þangað til herinn kynnir áform sín. Fresturinn sem hann gaf Múhamed Morsi forseta er að renna út.

Herinn sagðist ætla að grípa inn í semji Morsi ekki við andstæðinga sína, sem krefjast þess að hann segi af sér.

Morsi stendur fast á því að hann sé réttkjörinn forseti í lýðræðislegum kosningum og ætlar hvergi að hvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×