Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2013 18:45 Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. Þetta er mat áhugamanna um ferju á sunnanverðum Vestfjörðum sem vilja að stjórnvöld skoði þennan kost. Athafnamenn á Bíldudal varpa nú fram þessum möguleika inn í umræðuna en hugmyndin gengur út á það að væntanleg Dýrafjarðagöng verði grafin undir Hrafnseyrarheiði fremur en á móts við Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Ferðaþjónustumenn, eins og Jón Þórðarson, hvetja til ferju og fiskeldismenn, sem sjá fram á að þurfa mikið vinnuafl á næstu árum, kalla eftir stærra atvinnu- og þjónustusvæði. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax á Bíldudal, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að menn þurfi að sjá Vestfirði verða eina heild sem allra fyrst. Bílferja ásamt göngum undir Hrafnseyrarheiði myndu stytta leiðina til Ísafjarðar. Samgönguhindranir á miðhluta Vestfjarða gera það að verkum að vart er hægt að tala um einn landshluta en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði teppa leiðina milli Ísafjarðar- og Patreksfjarðarsvæðis yfir vetrartímann. Dýrafjarðargöng leysa ekki ein vandann, Dynjandisheiði verður eftir og síðan tenging til Bíldudals. Bílferja yfir Arnarfjörð er raunar ekki ný hugmynd, hreppsnefnd Tálknafjarðar ályktaði um hana fyrir áratug. Matthías þekkir reyndar bílferjur vel eftir að hafa búið í Norður-Noregi í 35 ár. Hann segir fjölmörg samfélag þar þrífast vel með ferjusamgöngum. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. Þetta er mat áhugamanna um ferju á sunnanverðum Vestfjörðum sem vilja að stjórnvöld skoði þennan kost. Athafnamenn á Bíldudal varpa nú fram þessum möguleika inn í umræðuna en hugmyndin gengur út á það að væntanleg Dýrafjarðagöng verði grafin undir Hrafnseyrarheiði fremur en á móts við Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Ferðaþjónustumenn, eins og Jón Þórðarson, hvetja til ferju og fiskeldismenn, sem sjá fram á að þurfa mikið vinnuafl á næstu árum, kalla eftir stærra atvinnu- og þjónustusvæði. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax á Bíldudal, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að menn þurfi að sjá Vestfirði verða eina heild sem allra fyrst. Bílferja ásamt göngum undir Hrafnseyrarheiði myndu stytta leiðina til Ísafjarðar. Samgönguhindranir á miðhluta Vestfjarða gera það að verkum að vart er hægt að tala um einn landshluta en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði teppa leiðina milli Ísafjarðar- og Patreksfjarðarsvæðis yfir vetrartímann. Dýrafjarðargöng leysa ekki ein vandann, Dynjandisheiði verður eftir og síðan tenging til Bíldudals. Bílferja yfir Arnarfjörð er raunar ekki ný hugmynd, hreppsnefnd Tálknafjarðar ályktaði um hana fyrir áratug. Matthías þekkir reyndar bílferjur vel eftir að hafa búið í Norður-Noregi í 35 ár. Hann segir fjölmörg samfélag þar þrífast vel með ferjusamgöngum.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira