Erlent

Stjórnarher Assads beitti efnavopnum

Bashar al-Assad hefur verið forseti Sýrlands í nálega þrettán ár. Forsetatíð hans hefur verið vægast sagt róstursöm.
Bashar al-Assad hefur verið forseti Sýrlands í nálega þrettán ár. Forsetatíð hans hefur verið vægast sagt róstursöm.
Stjórnarher Bashar al-Assads Sýrlandsforseta hefur beitt efnavopnum gegn uppreisnarmönnum í landinu í litlum mæli. Þetta fullyrti einn af ráðgjöfum Baracks Obama Bandaríkjaforseta í gær.

Hann sagði að á milli 100 og 150 manns hefðu látist af þessum völdum. Á hinn bóginn sagði hann bandarísk yfirvöld ekki hafa neinar sannanir fyrir því að uppreisnarmenn hefðu beitt sams konar meðulum í stríðinu, sem alls hefur kostað um 93 þúsund mannslíf.

Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna hafði lýst því yfir að sterkar vísbendingar væru um notkun efnavopna í stríðinu í Sýrlandi, þótt óvíst væri hvort fylkingin hefði notað þau. Líklega hefðu þær báðar gert það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×