Mikill vindur þegar mennirnir stukku 24. mars 2013 13:22 Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds. Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds.
Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56
Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42