Erlent

Ljósmyndara í Mumbai nauðgað af hópi karla

Mynd/AP
Tuttugu og þriggja ára gamalli konu sem starfar sem ljósmyndari í indversku borginni Mumbai var nauðgað af hópi manna í gærkvöldi. Málið hefur valdið mikilli reiði í landinu og þykir það minna á atvik í desember þar sem ungri konu var nauðgað og hún síðan myrt af hópi manna í strætisvagni.

Sú sem lenti í árásinni í gær var á ferð ásamt vinnufélaga sínum sem var barinn til óbóta. Þau liggja bæði á spítala og segir lögregla að sextán menn grunaðir um aðilid að ódæðinu hafi verið handteknir og fimm annarra er nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×