Erlent

Pussy Riot meðlimur látinn laus úr fangelsi

Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova
Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova

Maria Alyokhina, meðlimur rússnesku pönkveitarinnar Pussy Riot hefur verið látin laus úr fangelsi.

Maria var ásamt tveimur öðrum meðlimum hljómsveitarinnar dæmd í tveggja ára fangelsi árið 2012 fyrir að standa fyrir skrílslátum í kirkju. Búist er við því að Nadezhda Tolokonnikova, annar meðlimur sveitarinnar, verði einnig látin laus úr fangelsi í dag.

Rússneska þingið samþykkti fyrr í þessum mánuði að náða allt að 25 þúsund fanga í Rússlandi til að minnast þess að tuttugu ár er liðin frá því landið fékk nýja stjórnarskrá í kjölfar hruns Sovétríkjanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×