Enski miðjumaðurinn Phil Jones tryggði Manchester United 1-0 sigur á Shaktar frá Donetsk í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um leið nældi United í efsta sæti riðilsins.
Ashley Young fékk tvö dauðafæri til að koma United yfir í fyrri hálfleik en Englendingurinn var ekki á skotskónum frekar en undanfarnar vikur. Gestirnir, sem þurftu sigur í baráttunni við Bayer Leverkusen um annað sæti riðilsins, fengu sín færi en nýttu ekki.
Phil Jones skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleikinn með þrumuskoti úr vítateignum. Hvorugt liðið fékk mörg færi í kjölfarið og sigurinn Englandsmeistaranna. Leverkusen vann 1-0 útisigur á Real Sociedad í Baskalandi og tryggði sér annað sætið í riðlinum.
Shaktar hafnaði í þriðja sæti riðilsins og fer í 32-liða úrslit Evrópudeildar.
Phil Jones hetja United sem náði toppsætinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn






„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti


„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti
