Erlent

Pútín náðar Pussy Riot og Grænfriðunga

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Nordicphotos/AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti náðar í dag 25 þúsund manns. Tilefnið er tvítugsafmæli rússnesku stjórnarskrárinnar, sem haldið verður hátíðlegt á fimmtudaginn.

Rússneskir fjölmiðlar fullyrða að meðal þeirra, sem fá frelsið, séu tvær konur úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot, sem nú afplána tveggja ára fangelsisdóm. Einnig liðsmenn Greenpeace-samtakanna, sem handteknir voru í haust fyrir að efna til mótmæla við rússneskan olíuborpall.

Þá verða látnir lausir mótmælendur, sem handteknir voru í maí síðastliðnum.

Um 1.300 manns verða látnir lausir úr fangelsi, en 17.500 að auki fá felldan niður skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þetta hefur rússneska fréttastofan Interfax eftir Vladimír Vasiljev, varaforseta rússneska þjóðþingsins.

Þjóðþingið þarf í dag að samþykkja lög til að staðfesta þetta.

Á rússneska fréttavefnum RT er vísað til rússneskra fjölmiðla, sem hafa fengið frumvarpið í hendur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.