Erlent

Sendi Obama eitrið Rísín í bréfi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/AFP
Bandarísk kona hefur játað að hafa sent bréf sem innihélt eiturefnið Rísín (e.Ricin) til Barack Obama Bandaríkjaforseta. Huffington Post segir frá.

Konan heitir Shannon Guess Richardson og á hún yfir höfði sér allt að 18 ára fangelsi. Konan var handtekin í júní en áður reyndi hún að koma sökinni yfir á eiginmann sinn. Richardson lék lítið hlutverk í kvikmyndinni The Blind Side og í sjónvarpsseríunni The Walking Dead.

Rísín er banvætt eitur og áhorfendur sjónvarpsþáttanna Breking Bad þekkja það eflaust en það er efnið sem Jessie Pinkman bar lengi vel á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×