Erlent

Minningarathöfn um fórnarlömbin

Freyr Bjarnason skrifar
Frá slysstaðnum á föstudagskvöld.
Frá slysstaðnum á föstudagskvöld. Mynd/AFP
Minningarathöfn um fórnarlömb þyrluslyssins sem varð í Glasgow á föstudagskvöld verður haldin í dómkirkju borgarinnar í dag.

Bænastund verður haldin og kveikt verður á kertum í kirkjunni. Á meðal viðstaddra verða skoskir ráðamenn, samkvæmt frétt The Guardian.

Að minnsta kosti átta manns fórust í slysinu sem varð þegar lögregluþyrla brotlenti á kránni Clutha Vaults í Stockwell Street, skammt frá miðborg Glasgow. Fjórtán til viðbótar eru á sjúkrahúsi, alvarlega slasaðir. Björgunarstarfsmenn eru enn að leita í rústum kráarinnar.

Skoska lögreglan hefur aðeins getað greint frá nafni eins fórnarlambanna opinberlega, eða hins 48 ára Gary Arthur.

Átján ára dóttir hans Chloe, sem spilar fótbolta með Celtic, skrifaði á Twitter: "Hvíldu í friði pabbi. Ég mun ávallt minnast þín. Ég lofa því að þú verður stoltur af mér. Ég elska þig af öllu mínu hjarta."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×