Erlent

Lögreglan í Tælandi tekur niður víggirðingar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gaddavírsgirðingar lögreglu hafa nú verið fjarlægaðar.
Gaddavírsgirðingar lögreglu hafa nú verið fjarlægaðar. Mynd/EPA
Lögreglan í Bangkok í Tælandi hefur fjarlægt girðingar og gaddavír sem hún hafði sett upp umhverfis helstu stjórnarbyggingar í borginni en mótmælendur hafa síðustu daga krafist afsagnar ríkisstjórnar Yingluck Shinawatra.

Átök voru í borginnni um helgina og í gær og beitti lögregla táragasi og gúmmíkúlum. Ástandið virðist hafa róast nokkuð í dag eftir að lögregla fjarlægði tálmana. Shinawatra forsætisráðherra heldur þó fast við sinn keip og segir ekki koma til greina að hverfa frá völdum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×