Erlent

Einn af æðstu mönnum Hezbollah ráðinn af dögum

Foringi Hezbollah, Hassan Nasrallah.
Foringi Hezbollah, Hassan Nasrallah. Mynd/EPA
Hezbollah samtökin í Líbanon segja að einn af stjórnendum samtakanna hafi verið myrtur í morgun. Hassan Lakkis var ráðinn af dögum fyrir utan heimili sitt í bænum Hadath sem er í nágrenni höfuðborgarinnar Beirut.

Samtökin kenna Ísraelum um morðið á Lakkis en þeir hafa ekkert gefið út um aðild sína að málinu. Lítið er vitað um Lakkis, en hann er sagður hafa verið einn nánasti samstarfsmaður foringja Hezbollah, Hassans Nasrallah.

Samtökin segja, að Ísraelar hafi margoft reynt að koma honum fyrir kattarnef, án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×