Erlent

Stálu milljónum lykilorða á Facebook, Gmail og Twitter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafa náð yfir tveimur milljónum lykilorða á Facebook, Gmail og Twitter.
Hafa náð yfir tveimur milljónum lykilorða á Facebook, Gmail og Twitter.
Tölvuþrjótar komust inn í tölvur hjá fólki og náðu þar með notendanöfnum og lykilorðum á Facebook, Gmail og Twitter samskiptareikningunum hjá yfir tveimur milljónum einstaklinga en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá netöryggisfyrirtækinu Trustwave.

Hakkararnir komu fyrir vírus eða það sem kallast keylogging á veraldarvefnum sem safnar saman notendanöfnum og lykilorðum á þessum miðlum.

Forritið fylgist með innslætti þegar fólk skráir sig inn á samskiptamiðla og nær því í umræddar upplýsingar.

Starfsmenn Trustwave tóku eftir þessari hreyfingu undir lok nóvember og ráku til netþjóns í Hollandi.

Það hefur aukist gríðarlega að tölvuþrjótar séu að brjótast inn í kerfi fyrirtækja um allan heim en nærtækasta dæmið hér á landi var árásin á Vodafone um síðustu helgi þar sem lykilorðum var stolið af vef fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×