Erlent

Konungur Tælands biðlar til þegna sinna

Mynd/EPA
Konungur Tælands hvatti í morgun þegna sína til þess að sýna samstöðu, með hag landsins að leiðarljósi. Fjölmenn mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga gegn ríkisstjórninni sem sökuð er um spillingu en í dag var ákveðið að gera hlé á átökunum, í ljósi þess að konungurinn á afmæli.

Hann er orðinn áttatíu og sex ára gamall og nýtur nær ótakmarkaðrar virðingar í landinu. Fastlega er þó búist við því að þessi orði kóngsins geri lítið gagn, og að átökin haldi áfram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×