Erlent

Þrír létust í óveðrinu í Evrópu

Að minnsta kosti þrír létu lífið og tugir slösuðust í óveðrinu sem gekk yfir Norður Evrópu í gær.

Vindhraðinn náði sumstaðar yfir 60 metrum á sekúndu og hafa mikil flóð fylgt veðurofsanum. Ástandið var hvað verst við austurströnd Bretlands og á Jótlandi í Danmörku en þar lést kona eftir að vörubifreið fauk á hliðina.

Miklar truflanir hafa orðið á flug- og lestarsamgöngum. Allt flug um Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn lá niðri um tíma og olli það meðal annars töfum hjá Icelandair. Flugvöllurinn var opnaður aftur í morgun en búist er við einhverjum töfum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×