Erlent

Enn eitt HIV-smitið í klámiðnaðinum

Klámmyndaleikkonan Cameron Bay greindist með HIV í september.
Klámmyndaleikkonan Cameron Bay greindist með HIV í september.
Enn eitt HIV-smitið hefur blossað upp í klámiðnaðinum vestanhafs og sjá klámframleiðendur fram á að þurfa að hætta öllum tökum þar til búið er að ganga úr skugga um að fleiri leikarar séu smitaðir.Diane Duke, forstjóri Free Speech Coalition, segir að nú sé verið að athuga hvort fleiri HIV-smit séu að finna.

Klámleikkonan Cameron Bay tilkynnti um það í september að hún hefði greinst með HIV-veiruna. Í kjölfarið var allri framleiðslu kláms í San Fernando-dalnum í Kaliforníu hætt í nokkra daga.

Í nóvember á síðasta ári var lagt fram lagafrumvarp í Los Angeles umað leikarar í klámmyndum þyrftu að nota smokka þrátt fyrir harða andstöðu klámframleiðenda. Að sögn innanbúðarfólks í klámframleiðslu hefur lögunum þó ekki verið fylgt.

Það er Daily Mail sem greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×