Erlent

Frændi Kim Jong-un rekinn úr kommúnistaflokknum

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu
Chang Song-thaek frændi Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hefur verið rekinn úr kommúnistaflokknum og sviptur öllum titlum. Yfirlýsing þessa efnis var lesin upp í norður-kóreska sjónvarpinu í gær.

Chang Song-thaek er sakaður um að hafa reynt að grafa undan stjórnvöldum í Norður Kóreu og hafa tveir nánir samstarfs menn hans nú þegar verið teknir af lífi. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta séu ein mestu átök innan norður-kóreska kommúnistaflokksins frá því Kim Jong-un tók við völdum þar í landi árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×