Erlent

Aftöku raðmorðingja frestað

Andstæðingar dauðarefsinga höfðu komið saman fyrir utan fangelsið þar sem aftakan átti að fara fram.
Andstæðingar dauðarefsinga höfðu komið saman fyrir utan fangelsið þar sem aftakan átti að fara fram. Mynd/AP
Bandarískur alríkisdómari frestaði í gærkvöldi aftöku á raðmorðingja í Missouri ríki. Ákvörðun dómarans kom aðeins örfáum klukkustundum áður en lífláta átti manninn, en lögfræðingar hans höfðu gert alvarlegar athugasemdir við nýja tegund eiturs sem átti að sprauta í æðar hans.

Morðinginn, Joseph Franklin, er sextíu og þriggja ára gamall var dæmdur til dauða fyrir morðið á manni einum fyrir utan bænahús gyðinga árið 1977. Þá var hann einnig fundinn sekur um fjölda annarra morða sem öll tengdust kynþáttahatri hans.

Franklin er einnig maðurinn sem skaut klámkónginn Larry Flynt úr launsátri, en Flynt hefur verið bundinn við hjólastól alla tíð síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×