Ný rannsókn sem kynnt var á ársfundi Bandarísku hjartasamtakanna sýnir að börn í dag eru í verra formi en foreldrar þeirra voru þegar þeir voru á sama aldri. Rannsakendur notuðust við gögn sem ná fjörutíu og fimm ár aftur í tímann og ná til tuttugu og fimm milljóna barna í tuttugu og átta löndum.
Í ljós kom að börn í dag hlaupa mun hægar en börn gerðu fyrir þrjátíu árum, og munar um níutíu sekúndum á mílunni. Þol barna hefur einnig dregist saman og er offitu barna kennt um. Sama þróun virðist eiga sér stað í öllum löndum, en mismikið þó eftir því hve offituvandamál eru mikil í viðkomandi landi.
Börnin í dag í verra formi en foreldrarnir voru á sama aldri
