Erlent

Gæti misst af tveimur milljörðum - Miðinn ósóttur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gæti misst af tvö þúsund milljónum
Gæti misst af tvö þúsund milljónum nordicphotos/epa
Að vinna risavinning í lotteríi er sennilega draumur hvers en að verða aldrei var við vinninginn er martröð allra.

Svo virðist vera raunin í Bandaríkjunum en aðili datt í lukkupottinn á dögunum og vann tæplega tvö milljarða íslenska króna í Powerball jackpot happadrætti þar í landi en enginn hefur komið fram með umræddan miða.

Miðinn mun renna út á morgun og hef enginn gefur sig fram, rennur vinningsféð í næsta pott.

Forráðamenn happadrættisins hafa gefið út að ef niðurstaðan verði eins og áður segir ku þetta vera stærsta málið af þessum toga í sögu Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×