Erlent

Egypskir hermenn falla í sprengjuárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Umsvif egypska hersins hafa aukist mikið þar í landi á undanförnum árum.
Umsvif egypska hersins hafa aukist mikið þar í landi á undanförnum árum. Mynd/EPA
Tíu féllu og mikill fjöldi fólks særðist í bílasprengjuárás á Egypska hermenn  á Sínaí skaganum snemma í morgun.

Frá þessu er sagt á vef BBC. Árásin var gerð á tvær rútur sem voru á leið til höfuðborgar Egyptalands, Kaíró. Talið er líklegt að tala látinna muni hækka.

Árásum á öryggissveitir á svæðinu hefur fjölgað síðan forseti landsins, Mohammed Morsi var rekinn frá völdum í júlí. Á undanförnum mánuðum hafa um 100 meðlimir öryggisveita á Sínaí skaganum.

Samkvæmt heimildum BBC féllu sex hermenn, þrír úr öryggissveitum og ökumaður annarrar rútunnar í árásinni sem er ein sú mannskæðasta sem gerð hefur verið á undanförnum mánuðum. Að auki særðust 35 hermenn.

Starfandi forsætisráðherra Egyptalands fordæmdi árásina og sagði ríkisstjórn landsins leita allra leiða til að taka á yfirstandandi hryðjuverkavandamáli landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×