Erlent

Dauðföllum af völdum eiturlyfja fækkar í Danmörku

Fjöldi Dana sem létust af völdum eiturlyfja árið 2012 var sá minnsti í tæpa tvo áratugi. Samkvæmt tölum frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum létust 210 manns af þessum völdum í fyrra en árið þar áður voru þeir 285 og árið 2010 urðu 276 fíkninni að bráð.

Danir þurfa að fara aftur til ársins 1994 til að finna svo lága tölu eins og í fyrra. Eitt af því sem talið er hafa bætt ástandið eru svokölluð sprautuherbergi, sem nú er að finna í flestum stærstu borgum Danmerkur, en þar geta langt leiddir sprautufíklar athafnað sig undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×