Erlent

Öfgamaður til valda í Slóvakíu

Marian Kotleba fékk 55 prósent atkvæða.
Marian Kotleba fékk 55 prósent atkvæða.
Hægrisinnaður öfgamaður var í gær kjörinn héraðsstjóri í Banska Bystrica héraði í Slóvakíu. Marian Kotleba fékk 55 prósent atkvæða en hann er fyrrverandi formaður öfga-hægriflokks sem hefur verið bannaður í Slóvakíu.

Kotleba hefur meðal annars skipulagt mótmælagöngur gegn fólki af Róma-ættum í landinu sem er stór minnihlutahópur í Slóvakíu. Þá krefst hann þess að Slóvakar segi sig úr Nató, sem hann kallar hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×