Erlent

Allir sígarettupakkar verði eins í Bretlandi

Mynd/EPA
Sígarettupakkar í Bretlandi verða brátt seldir án allra vörkumerkinga og allir verða þeir í sama gráa litnum. Þá verða varnaðarorð um hættuna af reykingum enn meira áberandi en nú er. Sky fréttastofan segir að þetta verði tilkynnt síðar í dag en um algjöra stefnubreytingu er að ræða hjá ríkisstjórn Davids Cameron, sem hingað til hefur ekki tekið undir hugmyndir af þessu tagi og setti hana á hilluna í júlí.

Tengsl háttsettra íhaldsmanna við tóbaksiðnaðinn, sem greint hefur verið frá í kjölfarið, hafa hinsvegar sett flokkinn í erfiða stöðu, og nú virðist hann hafa ákveðið að skipta um skoðun í málinu.

Með þessu myndu Bretar fara að fordæmi Ástrala, þar sem slíkir pakkar hafa verið seldir í nokkurn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×