Erlent

Vilja leyfa maríjúana á kaffihúsum í Berlín

Svo gæti farið að innan tíðar muni fyrsta Maríjúana-kaffihúsið opna í Berlín höfuðborg Þýskalands. Hverfisstjórnin í Kreuzberg hverfinu í Berlín hefur gefið sitt samþykki fyrir því að í hverfinu megi reka kaffihús í líkingu við þau sem þekkjast í Amsterdam í Hollandi þar sem gestir geta keypt sér maríjúana sígarettur á löglegan máta.

Björninn er þó ekki unninn fyrir unnendur maríjúana, því fremur litlar líkur eru taldar á því að leyfi fáist hjá yfirvöldum í Þýskalandi fyrir rekstrinum, en blátt bann er lagt við neyslu maríjúana í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×