Erlent

Tælenskir mótmælendur tóku yfir höfuðstöðvar hersins

Mótmælendur í Tælandi ruddust í morgun inn í höfuðstöðvar hersins í landinu en mótmæli gegn ríkisstjórninni hafa nú staðið í sex daga samfleytt. Þá umkringja þeir einnig höfuðstöðvar stjórnarflokks forsætisráðherrans Yingluck Shinavatra, sem fólkið vill að fari frá völdum.

Shinawatra sendi út ákall til mótmælenda í gærkvöldi á þá leið að þeir hætti andstöðu sinni í ljósi þess að ríkisstjórnin stóðst atkvæðagreiðslu um vantraust á þingi landsins í gær, en mótmælendur láta sér greinilega ekki segjast og eru síst færri á götum úti í dag en í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×