Kennedy var á þessum tíma forseti Bandaríkjanna og hann var skotinn nokkrum skotum þar sem hann keyrði um í opnum bíl þar sem hann var í heimsókn í Dallas í Texas 22. nóvember 1963.

Hún segir að höfuð forsetans hafi verið illa farið vegna byssuskota en hún hafi strax rekið augun í þessa kúlu. Kúlan hafi hins vegar verið fjarlægð strax.
Phyllis er 78 ára í dag. Hún segir að Jackie Kennedy, eiginkona forsetans, hafi gripið í hægri fótlegg forsetans þegar ljóst var að forsetinn hefði þetta ekki af.
Hún vottaði forsetafrúnni samúð sína þegar ljóst var að forsetinn var látinn eftir 43 mínútna baráttu allt að 20 heilbrigðisstarfsmanna við að bjarga lífi hans. Hún sagði að Jakcie Kennedy, eiginkona forsetans, hafi horft fjarlægu augnaráði út í tómið.
Phyllis hélt áfram að vinna á sjúkrahúsinu daginn sem Kennedy lést og hún sagði ekki einu sinni eiginmanni sínum hvað gerst hefði. Hún sagðist trúa þeim samsæriskenningum sem hafa verið vegna skotárásarinnar á Kennedy.