Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2013 18:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09