Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2013 18:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu. Noregur mun hugsanlega draga sig út úr olíuleit við Ísland eftir tvö ár. Smáflokkarnir tveir sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, ætla að vinna gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Frá því var greint í norska dagblaðinu Aftenposten að ný ríkisstjórn Norðmanna gæti gert út af við olíudraum Íslendinga.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki fengið nánari skýringar á afstöðu flokkanna. „Hins vegar virðist ljóst að Norðmenn munu standa við samkomulag sem var gert, þ.e þátttöku þeirra í fyrsta áfanga leitarinnar sem mun vara í tvö ár. Að þeim tíma liðnum verður vonandi komið í ljós að þarna séu verulegar líkur á olíu- og gaslindum og þá ætti það að hvetja menn áfram," segir Sigmundur Davíð.Væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ef Petoro (að fullu í eigu norska ríkisins) myndi draga sig út úr verkefninu? „Það hefur auðvitað ýmsa kosti að hafa Norðmenn þarna með og þeir verða að öllum líkindum með að minnsta kosti þessi fyrstu tvö ár í samræmi við gert samkomulag. Ef að niðurstöður á þeim tíma verða jákvæðar þykir mér ólíklegt að þeir muni ákveða að draga sig út úr þessu þegar á hólminn er komið.“ Sigmundur Davíð segir að íslensk stjórnvöld virði afstöðu Norðmanna, hver sem hún verði, en að ríkisstjórnin muni lýsa yfir vilja til að vinna með þeim áfram. Hann segir að hver sem niðurstaðan verði muni hún ekki skaða samskipti ríkjanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um stofnun ríkisolíufélags. „Sú vinna er í gangi og þetta er ágætis áminning um mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði olíuleitar og rannsókna á Íslandi. Sú þekking mun nýtast okkur hvað sem líður þróuninni á Drekasvæðinu því að í hafinu í kringum okkur er mikið um að vera á þessu sviði og það yrði örugglega eftirspurn eftir aðkomu Íslendinga,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09