Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2013 18:30 Tord Lien, eða "Turbo-Tord", nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum. Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum.
Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23
Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45