Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2013 18:30 Tord Lien, eða "Turbo-Tord", nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum. Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum.
Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23
Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45