Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2013 18:30 Tord Lien, eða "Turbo-Tord", nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum. Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. Ráðherrann segir ákvæði stjórnarsáttmála, um að leyfa ekki olíuleit á nýjum svæðum, ekki gilda um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Við stjórnarskiptin í Noregi fyrir þremur vikum varð sú stefnubreyting að fallið var frá þeirri ákvörðun fyrrverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe, að opna norska hluta Jan Mayen svæðisins til olíuleitar. Þetta hefur vakið upp spurningar um framhald þátttöku norskra stjórnvalda í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu, sem innsigluð var við athöfn í Ráðherrabústaðnum í byrjun ársins. Norska ríkisolíufélagið Petoro varð þá 25 prósenta aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum.Sérleyfin á íslenska Drekasvæðinu. Ný ríkisstjórn Noregs þarf að svara því fyrir 16. nóvember hvort hún nýti sér 25% þátttökurétt í 3ja sérleyfinu með CNOOC og Eykon Energy.Nýja ríkisstjórnin stendur núna frammi fyrir þeirri ákvörðun, og hefur frest til 16. nóvember, hvort hún ætli að auka þátttöku sína með því nýta sér rétt sinn að þriðja sérleyfinu, sem Orkustofnun hyggst úthluta kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon. Petoro yrði þá væntanlega einnig falið að ganga inn í leyfið af hálfu Noregs. Svarið má að nokkru lesa úr fyrirsögn Stavanger Aftenblad í dag þar sem segir að Turbo Tord, eða Túrbó-Þórður, opni á meira íslenskt olíuævintýri. Hér er átt við Tord Lien, nýja olíu- og orkumálaráðherrann, sem undirstrikar í viðtali við blaðið að nýi stjórnarsáttmálinn segi ekkert um þátttöku Noregs í olíuleit í lögsögu Íslands. Ráðherrann segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar muni ráðast af því hvort það teljist hagstætt fyrir norska ríkið að taka þátt. Hann segir að olíuleit við Ísland muni hafa sinn gang, óháð norskri þátttöku, og þetta sé því spurning um hvort Noregur geti hagnast á því að nýta rétt sinn.Orkumálastjóri afhendir fyrstu Drekaleyfin að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs í Ráðherrabústaðnum í janúar.„Við munumekkitaka þátt í leit á Íslandibaratil að taka þátt.Við verðum aðíhuga hvort þaðséarðbærtfyrirnorsk stjórnvöldað taka þátt.Ákvörðun umþátttökuverður tekinaf ríkisstjórninni,að fenginnifaglegri ráðgjöf, fyrstfrá Olíustofnuninni," segir Tord Lien í viðtali við Aftenbladet. Viðvera norska olíumálaráðherrans Ola Borten Moe við athöfnina í Reykjavík í janúar þótti mikil traustsyfirlýsing við olíuleit Íslendinga. Innan tveggja vikna fáum við því svarað hvort nýja hægri stjórnin í Noregi muni endurnýja þá traustsyfirlýsingu, - eða snúa baki við Íslendingum.
Tengdar fréttir Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23 Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. 16. október 2013 13:23
Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild 16. október 2013 18:45