Erlent

Van Damme í spíkat á vörubílum

Boði Logason skrifar
Van Damme er maðurinn
Van Damme er maðurinn mynd/youtube.com
Það er ekki á hverjum degi sem svalasti maður í heimi leikur í auglýsingu, en sú er raunin og þú getur horft á hana hér neðar í fréttinni.

Bílaframleiðandinn Volvo fékk Jean-Claude Van Damme til að leika ansi flottir auglýsingu sem fór í birtingu á dögunum.

Þar sést leikarinn standa á hliðarspeglum tveggja vöruflutningabíla sem keyra aftur á bak.

Bílarnir færast svo frá hvor öðrum, og Van Damme endar í splitt.

Markmiðið með auglýsingunni er að sýna hversu stöðugur nýr stýribúnaður fyrirtækisins er. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×