„Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2013 22:38 „Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
„Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira