Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2013 17:09 Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli. Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun. Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi. Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs. Aðferðafræði við deiliskipulagið hefur ekki verið ákveðin en þó er ljóst að horft verður til vinningstillögu um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að vinna við skipulagið hefjist fljótlega þótt ljóst sé að uppbygging fari ekki af stað fyrr en innanríkisráðuneytið hefur formlega tilkynnt um lokun flugbrautarinnar. Unnið sé að samkomulagi við innanríkisráðuneytið og vonir standi til að frá því verði gengið innan tíðar. Þá segir að gert hafi verið ráð fyrir lokun litlu flugbrautarinnar með sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar frá árinu 1999.Skerjafjörður.Samningur ríkisins og Reykjavíkurborgar er svokallaður markaðssamningur. Það þýðir að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að selja allar lóðir á markaði. Ríkinu er tryggt lágmarksverð í upphafi en skiptan hlut á móti Reykjavíkurborg eftir því sem hærra verð fæst fyrir landið. Áhættu borgarinnar er einnig haldið í lágmarki með því að ekkert verður greitt fyrir landið fyrr en lokun flugbrautarinnar er orðin að veruleika. Þetta þýðir að ríkið fær meira fyrir sinn hlut eftir því sem nýting landsins eykst. Og sama á við um hlut Reykjavíkurborgar í sölu byggingarréttar. Fyrsta greiðsla Reykjavíkurborgar til ríkisins vegna samkomulagsins verður 440 milljónir króna en aðrar greiðslur munu taka mið af því sem fæst fyrir sölu byggingarréttar á svæðinu. Verðmæti byggingarréttar getur orðið á bilinu einn til þrír milljarðar. Nákvæmar tölur munu taka mið af endanlegu skipulagi og verði fyrir sölu byggingarréttar. Ætla má að hlutur ríkisins verði á annan milljarð króna og hlutur Reykjavíkurborgar litlu minni en gert er ráð fyrir tiltölulega þéttri byggð á svæðinu og að hátt verð fáist fyrir landið. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli. Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun. Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi. Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs. Aðferðafræði við deiliskipulagið hefur ekki verið ákveðin en þó er ljóst að horft verður til vinningstillögu um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að vinna við skipulagið hefjist fljótlega þótt ljóst sé að uppbygging fari ekki af stað fyrr en innanríkisráðuneytið hefur formlega tilkynnt um lokun flugbrautarinnar. Unnið sé að samkomulagi við innanríkisráðuneytið og vonir standi til að frá því verði gengið innan tíðar. Þá segir að gert hafi verið ráð fyrir lokun litlu flugbrautarinnar með sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar frá árinu 1999.Skerjafjörður.Samningur ríkisins og Reykjavíkurborgar er svokallaður markaðssamningur. Það þýðir að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að selja allar lóðir á markaði. Ríkinu er tryggt lágmarksverð í upphafi en skiptan hlut á móti Reykjavíkurborg eftir því sem hærra verð fæst fyrir landið. Áhættu borgarinnar er einnig haldið í lágmarki með því að ekkert verður greitt fyrir landið fyrr en lokun flugbrautarinnar er orðin að veruleika. Þetta þýðir að ríkið fær meira fyrir sinn hlut eftir því sem nýting landsins eykst. Og sama á við um hlut Reykjavíkurborgar í sölu byggingarréttar. Fyrsta greiðsla Reykjavíkurborgar til ríkisins vegna samkomulagsins verður 440 milljónir króna en aðrar greiðslur munu taka mið af því sem fæst fyrir sölu byggingarréttar á svæðinu. Verðmæti byggingarréttar getur orðið á bilinu einn til þrír milljarðar. Nákvæmar tölur munu taka mið af endanlegu skipulagi og verði fyrir sölu byggingarréttar. Ætla má að hlutur ríkisins verði á annan milljarð króna og hlutur Reykjavíkurborgar litlu minni en gert er ráð fyrir tiltölulega þéttri byggð á svæðinu og að hátt verð fáist fyrir landið.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira