Í vetrarbrautinni okkar er líklegast að finna um tvo milljarða plánetna sem bjóða upp á réttar aðstæður fyrir líf. Þetta er mun hærri tala en áður var talin líkleg.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggð er á upplýsingum frá könnunarfarinu Kepler á vegum NASA. Rannsóknin er unnin af teymi vísindamanna við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum. Leitað var eftir plánetum sem eru í réttri fjarlægð frá sól til þess að vatn geti þrifist í vökvaformi.
Niðurstöður rannsókninnar segja einnig að næsti lífvænlegi hnöttur sé í minna en tólf ljósára fjarlægð.
Líf á nálægum plánetum mun líklegra en áður var talið
Bjarki Ármannsson skrifar
