Hvítir hrafnar sagðir flögra um sali Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2013 15:15 Össur Skarphéðinsson sagði Sigrúnu Magnúsdóttur sjaldséðari en hvíta hranfa í þingsölum. Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún. Landsdómur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag að forvígismenn fyrrverandi ríkisstjórnar færu mikinn þessa dagana í viðtölum og útgáfu minningabóka. Tilgangurinn væri eflaust að réttlæta störf þeirra, ekki síst varðandi Landsdóm. „En forkastalegust er þó aðför þeirra að forseta lýðveldisins. Það er ef til vill skiljanlegt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sínum að láta undan Bretum í Icesavemálinu. En þar bjargaði frumkvæði forseta Íslands þjóðinni frá verulegu tjóni sem og grasrótarsamtökin InDefence. Þjóðin var nefninlega á sama máli og forsetinn,“ sagði þingflokksformaðurinn. Hún spurði hvort ekki ætti frekar að þakka forsetanum fyrir árverkni og djörfung. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem rætt hefur væntanlega bók sína, Ár drekans m.a. í Pólitíkinni á Vísi, bar af sér sakir eftir ræðu Sigrúnar. Hann sagðist ekki vilja að ásakanir hennar stæðu prentaðar í þingtíðindum um að hann hefði í bók, sem hann sannarlega hefði skrifað en hún sannanlega ekki lesið, borið forseta lýðveldisins sökum eða ráðist á hann. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttirtur þingmaður Sigrún Magnúsdóttir er að vísu sjaldséðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Hann hefði verið vinur forsetans í 30 ár og væri það enn og ekkert í bókinni gæfi tilefni til ásakana sem þessara. Þá væri hann í hópi þeirra sem hefði ekkert að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. Sigrún sagði það ekki stjórnmálaumræðunni til framdráttar hvernig forráðamenn fyrri ríkisstjórnar hefðu talað um stjórnskipan landsins að undanförnu og vísaði þar til viðtala við Össur og væntanlega Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, án þess að nefna þá á nafn. „Og mér finnst furðulegt hvernig hann (Össur) leyfir sér að tala hér og ég sé ekki að ég mæti hér illa. Ég bara skil ekki hvað þingmaðurinn á hér við. En hvítir hrafnar eru vissulega sjaldséðir. Ég sé hins vegar vissar konur bera hér svarta hrafna sem men. Ég veit ekki hvort ég þarf að verða mér út um eitt slíkt til að vera tekin hér gild,“ sagði Sigrún.
Landsdómur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira