Send í aðrar fangabúðir Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. nóvember 2013 09:17 Nadesjda Tolokonnikova við réttarhöld í Moskvu í apríl á síðasta ári. Mynd/AP Í hálfan mánuð vissi fjölskylda Nadesjdu Tolokonnikovu ekkert hvar hún væri niðurkomin. Í gær fréttist svo af því að hún væri líklega komin í aðrar fangabúðir, alla leið til Síberíu. Tolokonnikova var handtekin á síðasta ári eftir að hún og félagar hennar í kvennapönksveitinni Pussy Riot höfðu efnt til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í kirkju í Moskvu. Hún fór í hungurverkfall í fangabúðunum í haust til að mótmæla aðstæðum þar, miklu vinnuálagi og hörku fangavarða. Það var eiginmaður hennar, Petja Versilov, sem skýrði frá því á Twittersíðu sinni að hún væri á leiðinni í fangabúðir númer 50 í Nishní Ingash í héraðinu Krasnojarsk, en þær búðir eru í um þrjú þúsund kílómetra fjarlægð frá Moskvu, þar sem ættingjar hennar og vinir búa. Versilov segist sannfærður um að með þessu sé verið að refsa henni fyrir mótmælasveltið og koma henni sem lengst frá kastljósi fjölmiðla. “Vegna þess hve málið er þekkt geta þeir ekki beitt hana þeim venjulega sálfræðilega og líkamlega þrýstingi, sem notaður er á aðra fanga,” skrifar Versilov, að því er fram kemur á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. “Þeir hafa því kosið þessa refsingu í staðinn.” Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Í hálfan mánuð vissi fjölskylda Nadesjdu Tolokonnikovu ekkert hvar hún væri niðurkomin. Í gær fréttist svo af því að hún væri líklega komin í aðrar fangabúðir, alla leið til Síberíu. Tolokonnikova var handtekin á síðasta ári eftir að hún og félagar hennar í kvennapönksveitinni Pussy Riot höfðu efnt til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í kirkju í Moskvu. Hún fór í hungurverkfall í fangabúðunum í haust til að mótmæla aðstæðum þar, miklu vinnuálagi og hörku fangavarða. Það var eiginmaður hennar, Petja Versilov, sem skýrði frá því á Twittersíðu sinni að hún væri á leiðinni í fangabúðir númer 50 í Nishní Ingash í héraðinu Krasnojarsk, en þær búðir eru í um þrjú þúsund kílómetra fjarlægð frá Moskvu, þar sem ættingjar hennar og vinir búa. Versilov segist sannfærður um að með þessu sé verið að refsa henni fyrir mótmælasveltið og koma henni sem lengst frá kastljósi fjölmiðla. “Vegna þess hve málið er þekkt geta þeir ekki beitt hana þeim venjulega sálfræðilega og líkamlega þrýstingi, sem notaður er á aðra fanga,” skrifar Versilov, að því er fram kemur á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. “Þeir hafa því kosið þessa refsingu í staðinn.”
Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira