Erlent

Toppar bresku leyniþjónustunnar yfirheyrðir

Jakob Bjarnar skrifar
David Miranda og Glenn Greenwald blaðamaður ræddu við nefndina í gær.
David Miranda og Glenn Greenwald blaðamaður ræddu við nefndina í gær. AP
Yfirmenn hjá bresku leyniþjónustunni munu í dag í fyrsta skipti verða yfirheyrðir opinberlega þegar þeir koma fyrir þingnefnd sem hyggst spyrja þá út í mál tengd uppljóstraranum Edward Snowden.

Um er að ræða yfirmenn hjá þremur helstu deildum bresku leyniþjónustunnar: MI5, MI6 og GCHQ. Nefndin hefur tekið saman upplýsingar fyrir hið opinbera sem ætlað er að varpa ljósi á þátt Bretlands í umfangsmiklu eftirliti, sem tengist hlerunum og tölvunjósnum sem snúa meðal annars að öllum almenningi.

Sir Tim Berners-Lee, sem sagður er hafa skapað sjálft internetið, hefur í þessu sambandi kallað eftir því að mennirnir verði ekki teknir neinum vettlingatökum þegar þeir verða spurðir út í tölvunjósnirnar og samband bresku leyniþjónustunnar við NSA -- Öryggisstofnun Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×