Öldungardeild bandaríska þingsins samþykkt í dag löggjöf sem varðar réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks. Samkvæmt lögunum er bannað að ráða eða reka einstaklinga úr vinnu vegna kynhneigðar þeirra.
Lögin fengu stuðning bæði úr flokki Demókrata og Repúblika, og voru samþykkt með 64 atkvæðum gegn 32. Nú þegar eru lög sem banna vinnuveitendum að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar, kyns, þjóðernis, trúarbragða eða aldurs. Og þykja lögin sem samþykkt voru í dag marka mikil tímamót í réttindabaráttu samkynhneigða, tvíkynhneigða og transgender fólks.
Tuttugu og níu ríki í Bandaríkjunum eru ekki með nein lög sem vernda þennan hóp á vinnustað.
Lögin eiga eftir að fara í gegnum fulltrúardeildina, og er algjör óvíst hvernig tekið verður á þeim þar - enda eru repúblikana með meirihluta þar. Leiðtogi þeirra í fulltrúardeildinni hefur gefið í skyn að hann ætli að beita sér gegn lögunum.
Söguleg löggjöf samþykkt í Bandaríkjunum
