Erlent

Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi

Glenn Greenwald.
Glenn Greenwald. mynd/afp
Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald fullyrðir að þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi stundað umfangsmiklar njósnir í Noregi. Þetta sagði hann í samtali við norska tímaritið Dagbladet.

Hann segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. Hann vildi lítið gefa upp um hvort að njósnað var um einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila. Mikið hefur rætt um lekamálið síðustu daga en gögn Snowden sviptu hulunni af njósnum Bandaríkjanna hjá 35 þjóðhöfðingjum víða um heima, þar á meðal leiðtogum Þýskalands, Frakklands og Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×