Erlent

Obama samþykkti símahlerun á Merkel

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Obama hafði áður neitað því að hann hafi vitað um það að samtöl Merkel væru hleruð.
Obama hafði áður neitað því að hann hafi vitað um það að samtöl Merkel væru hleruð.
Barack Obama bandaríkjaforseti var látinn vita af því árið 2010 að NSA væri að hlera síma Angelu Merkel, þýskalandskanslara, og lét hann það afskiptalaust. Dagblaðið Bild am Sonntag segir að hann hafi persónulega samþykkt hlerunina. Þar er vitnað í háttsettan embættismann innan NSA sem sagði að Obama treysti ekki Merkel og vildi vita allt um hana. 

Þýska vikuritið Spiegel sagði frá því í gær að farsími kanslarans hefði verið hleraður frá árinu 2002. Málið hefur vakið mikla reiði í Þýskalandi, en ekki er ljóst hvernig hleruninni hefur verið háttað. Óvíst er hvort að símtöl Merkel hafi verið tekin upp eða einfaldlega haldin skrá yfir þau. Yfirmenn þýsku leyniþjónustunnar fara til Washington í næstu viku til að funda um málið með bandarískum yfirvöldum. Það var uppljóstarinn Edward Snowden sem uplplýsti almenning um leynistarfsemi NSA fyrr á árinu. Hann dvelur nú í Rússlandi, þar sem hann er með tímabundið pólitískt hæli.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×